Fréttir af Dídítorfa RSSDýrfinna sýndi Sjávarskart fjallkonunnar á þremur stöðum

Hönnunarmars er nýlokið. Dýrfinna sýndi verk sín á þremur stöðum í Reykjavík af þessu tilefni. Eins og oft áður nýtti hún óhefðbundin efni í skart sitt og skrautmuni, aðallega fiskroð, endurunnið gúmmi auk silfurs. Áhrifa vestfirskrar náttúru gætir sem fyrr í verkum höfundar en þar kallast á nálægð sjávar, hrikaleg fjöll og hin viðkvæma vestfirska flóra. Þessi hughrif voru kveikjan að því að flétta saman blóma- og jurtamynstur í skart. Mynstrin eru sótt í íslenska skautbúningahefð. Þau eru frá 1859 og upprunalega teiknuð af Sigurði Guðmundssyni, listmálara sem var mikill áhugamaður um kvenbúninga á Íslandi að fornu og nýju. Hann skapaði skautbúninginn, hátíðarbúning íslenskra kvenna um miðja 19. öld. Skoða má nánar verk Dýrfinnu á sýningunni Rætur í Hafnarborg í...

Halda áfram að lesa