Skilmálar


Skilmálar

Afhending vöru

Allar vörur eru afgreidda1-3 virkum deg eftir að greiðsla hefur borist fyrir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Val er um að sækja vöru í verslun þarnæsta dag. Kaupandi fær sms þegar pöntun er tilbúin í verslun til afhendingar. Velji kaupandi að fá vöru senda mun hún koma með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Diditorfa  ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni eða týnist frá því að hún er send frá Diditorfa til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Diditorfa áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Ef pöntunin er send með Íslandspósti fer hún í póst 24-48 klst eftir að pöntun hefur verið greidd.
Ef um sendingar út fyrir landsteinana er að ræða geta tollar og gjöld viðkomandi lands bæst við vöruverðið sem er ekki innifalið í verðunum okkar hér á heimasíðunni.

Verð á vöru og sendingakostnaður

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Hægt er að velja um að sækja vöru í verslanir eða fá sent með Íslandspósti. Sendingarkostnaður er 500 kr - 1500 kr. eftir stærð pakka.
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Að skipta og skila vöru

Viðskiptavinur getur skipt vöru ef vara er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum og ábyrgðarmiði fylgir með. Almennur skiptifrestur á vörum er 30 dagar. Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda. Ekki er boðið uppá endurgreiðslu, þess í stað fær viðskiptavinur inneignanótu.

Ábyrgðarskilmálar

Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini.  Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af utanaðkomandi aðstæðum, slysi, vanrækslu eða venjulegu sliti sem verður við notkun og/eða sökum aldurs vörunnar. Svo hægt sé að meta hvort vara sé gölluð þarf að skila henni inn í verslun Diditorfa eða á verkstæði Diditorfa, ásamt kvittun til staðfestingar á kaupunum.

Persónuvermd og trúnaður

Mögulegt er að við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum, nafni, heimilisfangi, netfangi, símanúmeri og kreditkortanúmeri, í tengslum við afgreiðslu á pöntun eða vegna annarra samskipta. Til dæmis skráum við þær persónugreinanlegu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að koma til skila þeirri vöru sem keypt er. Einnig fjármálatengdar upplýsingar, svo sem kreditkortanúmer og heimilisfang vegna reiknings, og einstaklingsupplýsingar, svo sem netföng, heimilisfang, símanúmer og viðtökustað vörusendingar. Fjármálatengdar upplýsingarnar eru nýttar eingöngu til að innheimta greiðslu fyrir þá vöru sem keypt er. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Viðskiptavinur sem skráir sig í Póstlista Diditorfa fær send tilboð og fregnir af atburðum í tölvupósti. Í öllum tölvupóstum sem Diditorfa sendir á póstlista Diditorfa er hnappur sem býður upp á að láta fjarlægja netfang sitt af póstlista.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands.